Markaðsvirði skráðra félaga á Íslandi jókst um 549 milljarða á einu ári

Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur verið í töluverðri lægð allt frá því að stjórnvöld hófu að draga úr efnahagslegum hvataaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Heildarvísitala Kauphallarinnar lækkaði árin 2022 og 2023 og sá dvali náði langt inn á síðasta ár. Um haustið tók hins vegar allt við sér og árið í heild endaði í blússandi plús. Von er á mikilli innspýtingu af fjármagni inn á markaðinn ný þegar JBT hefur tekið yfir Marel og borgað hluthöfum þess út svimandi upphæðir. Það, ásamt lækkandi vaxtastigi, gæti gert árið 2025 stórt á íslenskum hlutabréfamarkaði.

Fólk á stórum bílum með negld dekk sem getur kosið í nóvember en ekki fundað í febrúar

Valdabarátta er hafin innan Sjálfstæðisflokksins. Margir flokksmenn virðast ganga út frá því að Bjarni Benediktsson sé á síðustu metrunum sem formaður flokksins eftir að hafa leitt hann í gegnum verstu kosningar hans í sögunni. Til að reyna að stýra atburðarásinni reynir flokksforystan nú að fresta landsfundi og kaupa sér með því tíma til að hanna „rétta“ niðurstöðu.

Eiga fjölmiðlar bara að vera framlenging á hagsmunabaráttu?

Nýjar tölur sýna að tekjur fjölmiðla á Íslandi séu að dragast saman og að stærri hluti þeirra rati út fyrir landsteinanna en nokkru sinni áður. Þeir sem starfa í geiranum eru nú brotabrot af þeim fjölda sem gerði það fyrir örfáum árum síðan og margt af því fólki sem horfið hefur frá bjó yfir gríðarlegri reynslu. Sá skóli sem lítur á fjölmiðlun sem framlengingu á hagsmunabaráttu er að vinna skólann sem telur fjölbreytta fjölmiðla eina mikilvægustu lýðræðisstoð sem við eigum.

Archive