Bjarnatímabilinu lýkur
Fyrir áhugafólk um stjórnmál eru það alltaf mikil tíðindi þegar fyrirferðamiklir stjórnmálamenn tilkynna að þeir ætli að yfirgefa sviðið. Brotthvarf Bjarna Benediktssonar virðist þó ekki hreyfa við fólki í samræmi við að þar fari maður sem hafi leitt Sjálfstæðisflokkinn næst lengst allra. Meira að segja málgagninu fannst ekki tilefni til að minnast á það í leiðara né gera því mikil skil á forsíðu.
Það er kominn tími til að velja
Kosið verður um hvort Ísland eigi að halda áfram viðræðum við Evrópusambandið um aðild á allra næstu árum. Lengi hefur legið fyrir að þjóðin hefur viljað fá það ákvörðunarvald, en stjórnmálamenn hafa staðið í vegi fyrir því. Staða Íslands til að fara í slíkar viðræður nú er miklu betri en hún var fyrir tæpum 15 árum, þegar fyrst var sótt um. Framundan er mikið áróðursstríð þar sem búast má við miklum fagurgala úr einu horninu og miklum bölmóði úr hinu. Raunveruleikinn liggur svo einhversstaðar þar á milli.
Markaðsvirði skráðra félaga á Íslandi jókst um 549 milljarða á einu ári
Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur verið í töluverðri lægð allt frá því að stjórnvöld hófu að draga úr efnahagslegum hvataaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Heildarvísitala Kauphallarinnar lækkaði árin 2022 og 2023 og sá dvali náði langt inn á síðasta ár. Um haustið tók hins vegar allt við sér og árið í heild endaði í blússandi plús. Von er á mikilli innspýtingu af fjármagni inn á markaðinn ný þegar JBT hefur tekið yfir Marel og borgað hluthöfum þess út svimandi upphæðir. Það, ásamt lækkandi vaxtastigi, gæti gert árið 2025 stórt á íslenskum hlutabréfamarkaði.
Fólk á stórum bílum með negld dekk sem getur kosið í nóvember en ekki fundað í febrúar
Valdabarátta er hafin innan Sjálfstæðisflokksins. Margir flokksmenn virðast ganga út frá því að Bjarni Benediktsson sé á síðustu metrunum sem formaður flokksins eftir að hafa leitt hann í gegnum verstu kosningar hans í sögunni. Til að reyna að stýra atburðarásinni reynir flokksforystan nú að fresta landsfundi og kaupa sér með því tíma til að hanna „rétta“ niðurstöðu.
Eiga fjölmiðlar bara að vera framlenging á hagsmunabaráttu?
Nýjar tölur sýna að tekjur fjölmiðla á Íslandi séu að dragast saman og að stærri hluti þeirra rati út fyrir landsteinanna en nokkru sinni áður. Þeir sem starfa í geiranum eru nú brotabrot af þeim fjölda sem gerði það fyrir örfáum árum síðan og margt af því fólki sem horfið hefur frá bjó yfir gríðarlegri reynslu. Sá skóli sem lítur á fjölmiðlun sem framlengingu á hagsmunabaráttu er að vinna skólann sem telur fjölbreytta fjölmiðla eina mikilvægustu lýðræðisstoð sem við eigum.
Archive
Hið augljósa eyðileggingarafl samfélagsmiðla
Það trúir því varla nokkur manneskja með sæmilega dómgreind að samfélagsmiðlarisarnir séu reknir með samfélags- eða lýðræðisleg markmið að leiðarljósi. Tilgangur þeirra er að safna upplýsingum um okkur til að græða peninga. Ef þau þurfa að valda skaða til að ná því markmiði þá hafa stjórnendur þessara gríðarlega valdamiklu fyrirtækja sýnt að það truflar þá lítið. Sú sýn hefur mikið með mörg þeirra vandamála sem við stöndum frammi fyrir í dag að gera.
Bjarnatímabilinu lýkur
Fyrir áhugafólk um stjórnmál eru það alltaf mikil tíðindi þegar fyrirferðamiklir stjórnmálamenn tilkynna að þeir ætli að yfirgefa sviðið. Brotthvarf Bjarna Benediktssonar virðist þó ekki hreyfa við fólki í samræmi við að þar fari maður sem hafi leitt Sjálfstæðisflokkinn næst lengst allra. Meira að segja málgagninu fannst ekki tilefni til að minnast á það í leiðara né gera því mikil skil á forsíðu.
Það er kominn tími til að velja
Kosið verður um hvort Ísland eigi að halda áfram viðræðum við Evrópusambandið um aðild á allra næstu árum. Lengi hefur legið fyrir að þjóðin hefur viljað fá það ákvörðunarvald, en stjórnmálamenn hafa staðið í vegi fyrir því. Staða Íslands til að fara í slíkar viðræður nú er miklu betri en hún var fyrir tæpum 15 árum, þegar fyrst var sótt um. Framundan er mikið áróðursstríð þar sem búast má við miklum fagurgala úr einu horninu og miklum bölmóði úr hinu. Raunveruleikinn liggur svo einhversstaðar þar á milli.
Markaðsvirði skráðra félaga á Íslandi jókst um 549 milljarða á einu ári
Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur verið í töluverðri lægð allt frá því að stjórnvöld hófu að draga úr efnahagslegum hvataaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Heildarvísitala Kauphallarinnar lækkaði árin 2022 og 2023 og sá dvali náði langt inn á síðasta ár. Um haustið tók hins vegar allt við sér og árið í heild endaði í blússandi plús. Von er á mikilli innspýtingu af fjármagni inn á markaðinn ný þegar JBT hefur tekið yfir Marel og borgað hluthöfum þess út svimandi upphæðir. Það, ásamt lækkandi vaxtastigi, gæti gert árið 2025 stórt á íslenskum hlutabréfamarkaði.
Fólk á stórum bílum með negld dekk sem getur kosið í nóvember en ekki fundað í febrúar
Valdabarátta er hafin innan Sjálfstæðisflokksins. Margir flokksmenn virðast ganga út frá því að Bjarni Benediktsson sé á síðustu metrunum sem formaður flokksins eftir að hafa leitt hann í gegnum verstu kosningar hans í sögunni. Til að reyna að stýra atburðarásinni reynir flokksforystan nú að fresta landsfundi og kaupa sér með því tíma til að hanna „rétta“ niðurstöðu.
Eiga fjölmiðlar bara að vera framlenging á hagsmunabaráttu?
Nýjar tölur sýna að tekjur fjölmiðla á Íslandi séu að dragast saman og að stærri hluti þeirra rati út fyrir landsteinanna en nokkru sinni áður. Þeir sem starfa í geiranum eru nú brotabrot af þeim fjölda sem gerði það fyrir örfáum árum síðan og margt af því fólki sem horfið hefur frá bjó yfir gríðarlegri reynslu. Sá skóli sem lítur á fjölmiðlun sem framlengingu á hagsmunabaráttu er að vinna skólann sem telur fjölbreytta fjölmiðla eina mikilvægustu lýðræðisstoð sem við eigum.
Stjórnin sem hlustaði á þjóðina og þeir sem eru dauðhræddir við hana
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar sýnir að hún ætlar sér að að taka á þeim málum sem allar mælingar segja að skipta þjóðina mestu máli núna, og leiða í jörð mál sem hafa sundrað henni áratugum saman. Hann sýnir að stjórnin ætlar sér af auðmýkt að vinna fyrir allt fólkið í landinu, ekki bara sumt. Konurnar eru mættar og þær ætla að uppfæra Ísland.
Sjálfstæðisflokkur á þrisvar sinnum meiri pening en allir hinir til samans
Fjármál Sjálfstæðisflokksins eru ekki ósvipuð því sem Valur býr við í íþróttaheiminum. Fasteignaþróun í kringum höfuðstöðvar flokksins hefur tryggt honum fjárhagslega yfirburði í íslenskri pólitík. Síðan að það varð veruleikinn hefur Sjálfstæðisflokkurinn barist fyrir því að opinber framlög til annarra flokka verði skert umtalsvert. Framlög sem hafa skilað honum mestum ávinningi allra og flokkurinn samþykkti sjálfur að koma á þegar hann vantaði pening.
Það tók 526 daga að ákveða að þagnarskylda er mikilvægari en hagsmunir almennings
Sala ríkisins á hlut sínum í Íslandsbanka í lokuðu útboði til 207 fjárfesta vorið 2022 er einn svartasti bletturinn á ferli fráfarandi ríkisstjórnar. Fúskið í kringum hana markaði upphafið að endalokum stjórnarinnar. Þegar Íslandsbanki ákvað að játa margháttuð lögbrot við söluna gerði hann sátt um að greiða metsekt fyrir. Í sáttinni sem birt var opinberlega var búið að strika yfir upplýsingar. Það tók nefnd 526 daga að komast að þeirri niðurstöðu að almenningur, eigandi hlutarins sem var seldur, eigi engan rétt á þeim upplýsingum.
Eru bankarnir í alvöru undir lamandi „Íslandsálagi“?
Stóru íslensku bankarnir hafa búið til frasann „Íslandsálag“ um þær auknu álögur og kvaðir sem þeim er gert að greiða hérlendis en aðrir bankar í álfunni þurfa ekki að greiða. Þeir láta í það skína að lækkun eða afnám „álagsins“ myndi skila sér í betri kjörum til almennings. Ekkert í fyrri breytni bendir þó til þess. Síðast þegar skattar voru lækkaðir á íslenska banka þá stungu þeir ávinningnum í vasann.
Afleiðingar risastóru en ófjármögnuðu útgjaldapakkanna
Í ár hefur miklum opinberum fjármunum verið varið í að aðstoð við Grindvíkinga og til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Samtals hleypur kostnaðurinn á tugum milljarða króna. Fráfarandi ríkisstjórn aflaði hins vegar ekki tekna, né sýndi nægjanlegt aðhald í ríkisrekstri, til að standa undir þessum mikla kostnaði heldur bætti við sífellt hærri yfirdráttinn sem hún hefur rekið ríkissjóð á árum saman. Það verður næstu ríkisstjórnar að takast á við afleiðingarnar.
Árið 1994 ... en nú á landsvísu
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa stýrt Íslandi, annað hvort saman eða í sitthvoru lagi, meira og minna allan lýðveldistímann. Flokkarnir hafa búið til kerfi í kringum fyrirgreiðslupólitík og sérhagsmunagæslu. Kosningarnar um síðustu helgi skiluðu niðurstöðu þar sem kjósendur sögðust vilja nýtt upphaf. Þeir vilja hverfa frá valdakerfum helmingaskiptaflokkanna og fá stjórnsýslu sem er þjónustumiðuð með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Tækifærið sem nú er til staðar er svipað því sem var í Reykjavíkurborg fyrir 30 árum og varð til þess að Sjálfstæðisflokknum hefur, meira og minna, verið haldið frá stjórn hennar nær alla tíð síðan.