- Kjarnyrt
- Archive
- Page 2
Archive
Virk andstaða innan stjórnarandstöðu leitar að pólitískri sjálfsmynd
Það er ekki gaman í stjórnarandstöðu um þessar mundir. Flokkar sem eru vanir því að stýra landinu eru nú úti í kuldanum þjakaðir af innanmeinum, njóta sögulega lítilla vinsælda á meðal kjósenda og skilnaðarbarnið þeirra situr við stýrið á andstöðuvagninum vegna þess að foreldrarnir eru í of miklu uppnámi til að keyra sjálfir. Pólitískt virðast gömlu valdaflokkarnir einungis hafa einn tilgang: að koma í veg fyrir að nokkrar fjölskyldur og eitt kaupfélag sem eiga hundruð milljarða króna greiði markaðsverð fyrir afnot af auðlind. Mál sem mikill meirihluti kjósenda styður. Allt þetta spilast nú út fyrir allra augum í fjölmiðlum.

Það þarf traust til þess að selja ríkisbanka
Ein best heppnaða einkavæðing Íslandssögunnar er yfirstaðin. Íslenska ríkið seldi 42,5 prósenta hlut í banka í gegnsæju og vel undirbúnu ferli þar sem almenningur var settur í forgang. Sami almenningur tók vel í þessa aðferðarfræði og keypti einfaldlega allt sem var í boði. Fyrir vikið fjölgaði eigendum Íslandsbanka um tugi þúsunda. Þetta er mikið frávik frá síðustu bankasölu, sem þrjár eftirlitsstofnanir hafa komist að niðurstöðu um að hafi verið fúsk og í einhverjum tilvikum ekki í samræmi við lög. Til að selja ríkisbanka þarf fólk að trúa því að það sé gert með heildarhagsmuni að leiðarljósi, ekki til að fámennir hópar geti makað krókinn.

Enginn sjávarútvegur hefur fengið meiri meðgjöf frá ríkinu en sá íslenski
Talsmenn stórútgerða tala mikið um að þær séu að keppa á útivelli í erfiðri alþjóðlegri samkeppni við ríkisstyrktan sjávarútveg annarra þjóða. Þess vegna sé lítið sem ekkert svigrúm til að borga meira en rétt það sem kostar að reka þjónustu við útveginn í veiðigjöld. Þegar saga þessa atvinnuvegar, sem sannarlega er mikilvæg stoð undir íslenska efnahagskerfinu og hefur náð miklum árangri á síðustu áratugum, er skoðuð er þó erfitt að álykta annað en að hann hafi notið meiri stuðnings hins opinbera en flestir.

Bábiljur um fjárhagsleg vandræði Reykjavíkur byggja á engu nema sandi
Reykjavíkurborg skilaði rekstrarniðurstöðu sem er langt umfram áætlun borgarinnar á síðasta ári. Fjárhagsleg staða höfuðborgarinnar er, ásamt Kópavogi, mun heilbrigðari en annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og fer hratt batnandi. Samt er sú hugmynd ólseig í huga margra að Reykjavík brenni og rambi á barmi gjaldþrots. Hún á sér engar rætur í staðreyndum eða þeim lykiltölum sem notaðar eru til að mæla fjárhagslegan styrkleika sveitarfélaga.

Takk SFS fyrir að hneppa niður að nafla, þyrla í hvítvíni og reyna að gaslýsa þjóð
Það ber að fagna rándýrri auglýsingaherferð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Í henni opinberast hversu aftengd fáveldisstéttin í sjávarútvegi er orðin raunveruleikanum og samfélaginu sem bjó hana til. Það staðfestist líka að stórútgerðin er enn að styðjast við sömu handbókina um leikjafræði sem nýttist henni svo vel í að hræða þjóðina til hlýðni árið 2012. Nú er munurinn hins vegar sá að þjóðin er ekki lengur hrædd og landinu er stýrt af fólki sem þorir. Þjóðin vill leiðrétta veiðigjöld, skilur hvernig það er gert og veit að það er nægt svigrúm til að borga meira.

Skattahækkunarlygin
Síðasta ríkisstjórn réðst í fjöldann allan af ófjármögnuðum skattalækkunum og -ívilnunum sem gögnuðust fyrst og síðast þeim hópum samfélagsins sem hafa mest á milli handanna. Nú stendur til að bæta skattskil, loka glufum í skattkerfinu og fækka undanþágum. Samhliða stendur til að auka skilvirkni og leiðrétta gjaldtöku þar sem við á. Það er í samræmi við ábendingar alþjóðlegra stofnana og liður í aðgerðum sem ætlað er að leiða af sér stóraukna fjárfestingu í innviðum, hallalaus fjárlög og því að krónunum í veskjum þorra venjulegs vinnandi fólks fjölgi um hver mánaðamót. Þetta kallar stjórnarandstaðan skattahækkanir. Ríkisstjórnin kallar þetta hins vegar skynsemi og réttlæti.

Áróðursstríðið sem þjóðin verður að vinna
Stórútgerðin og fylgitungl hennar segja leiðréttingu veiðigjalda vera brot á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, að hún hagnist ekki óhoflega og borgi raunar þegar allt of mikið til samfélagsins. Það sé einfaldlega ekkert svigrúm til að borga meira. Ríkisstjórnin, sem fer með eignarhaldið á auðlindinni fyrir hönd þjóðarinnar, er á annarri skoðun og byggir það á staðreyndum úr raunheimum. Þjóðin sem kaus ríkisstjórnina til valda er henni sammála. Nú þarf að anda í kviðinn, standa af sér hræðsluáróðurinn og klára málið. Í eitt skipti fyrir öll.

Listin að nota litla manninn sem skjöld fyrir breiðu bökin
Síðasta ríkisstjórn lagði mesta áherslu á að ráðast í ófjármagnaðar skattalækkanir á breiðustu bökin í samfélaginu og mjög dýrar ófjármagnaðar aðgerðir til að bregðast við aðstæðum. Afleiðingin var linnulaus hallarekstur og ríkissjóður sem reka átti á yfirdrætti í níu ár. Ný ríkisstjórn hefur þegar snúið þessu við. Hún ætlar að auka tekjur ríkissjóðs með því að sækja slíkar á breiðu bökin, meðal annars með því að loka skattaglufum, en lækka daglegan kostnað venjulegs vinnandi fólks með efnahagslegum stöðugleika sem dregur hratt úr vaxtagjöldum heimilanna í landinu.

Munurinn á þeim sem sitja og þeim sem vinna
Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur nú setið að völdum í rétt rúmlega 100 daga. Á þeim tíma hefur hún komið yfir 70 af þeim 81 frumvarpi sem voru á þingmálaskrá inn í þingið, rofið kyrrstöðu víða í samfélaginu, fengið þjóðina með sér í tiltekt á þjóðarheimilinu og lagt fram hápólitísk mál sem munu skipta allan almenning máli. Unnið er af skilvirkni, þori, ákveðni og æðruleysi í átt að því að bæta samfélagið. Það er alvöru pólitík. Það er pólitíkin sem þjóðin kallaði eftir í kosningunum í fyrrahaust. Verkstjórn eftir setustjórn síðustu sjö ára á undan.

Tíu atriði sem sýna tæmandi að leiðrétting veiðigjalda er eðlileg og réttlát aðgerð
Til stendur að leiðrétta veiðigjöld þannig að þau skili eiganda fiskveiðiauðlindarinnar auknum tekjum sem hægt er að nýta til innviðauppbyggingar. Fyrirséð var að þessari breytingu yrði mætt með harmakveinum og ofsa líkt og öllum öðrum slíkum í gegnum tíðina. Hér að neðan eru tíu spurningar og tíu svör sem rekja allar hliðar þessa máls, hrekja allan hræðsluáróðurinn og sýna fram á að það er ekki bara gerlegt heldur æskilegt fyrir útgerðina að friðmælast við þjóðina og greiða þau veiðigjöld fyrir afnot af þjóðarauðlindinni sem henni ber að greiða. Fyrir börnin.

Leiðin að betri vegum með réttlátari álagningu þar sem greitt er fyrir slit
Á síðustu árum hefur það fjármagn sem ríkið rukkar fyrir notkun á vegum dregist verulega saman. Fyrir vikið er ástand margra vega agalegt og nýframkvæmdir á vegaúrbótum eins og göngum hafa staðið algjörlega í stað. Ástæðan liggur í fleiri nýorkubílum á vegum, eyðslugrannari bílum sem keyra á öðrum orkugjöfum og því að þeir sem slíta vegunum margfalt á við venjulega fólksbíla borga alls ekki í samræmi við það. Nú á að breyta því með skynsamlegum hætti. Og það er hið besta mál.

Vegferðin sem endaði illa og varð þjóðinni dýrkeypt
Það kostar íslenska ríkið 651 milljarð króna að leysa úr málum ÍL-sjóðs. Sú niðurstaða er betri en á horfðist og er afleiðing af aðgerðum ríkisstjórnar sem tók við fyrir innan við þremur mánuðum. Harmsaga sjóðsins teygir sig hins vegar aftur til ársins 2003 er saga ítrekaðra pólitískra mistaka. Þau fólu meðal annars í sér tilraun til að lokka erlendra fjárfesta til Íslands, eitt dýrasta kosningaloforð Íslandssögunnar og risalán úr gjaldþrota sjóði til að borga fyrir stuðning í faraldri sem var látinn endast allt of lengi.
