- Kjarnyrt
- Archive
- Page 1
Archive
Nokkrar góðar ástæður fyrir því að það er vond hugmynd að selja Landsbankann
Til stendur að selja eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum, enda ríkið orðið minnihlutaeigandi í þeim banka. Forsætisráðherra hefur hins vegar verið skýr með það að ekki komi til greina að selja stærsta banka landsins, Landsbankann, líkt og Samtök atvinnulífsins hafa kallað eftir. Ástæðurnar fyrir því að slík sala væri ekki góð hugmynd eru mýmargar. Hér er farið yfir þær helstu.

Af meintum boðflennum og tilfinningalegum herbergjum
Í hönnuðum hólfum harða hægrisins lifir veruleiki glundroða sem fáir í raunheimum kannast við. Um er að ræða framsetningu sem fólk þarf að fara að venjast. Hún er viðbragð við því þegar þeir sem telja sig eiga völdin missa þau, og líta á hina sem fólkið kaus til valda sem boðflennur.

Loksins sjáum við hugarfar þjónandi stjórnsýslu
Það hefur legið fyrir árum saman að sveitarstjórnarstigið á Íslandi, með sínum 62 sveitarfélögum, er óhagvæmt á margan hátt. Mörg sveitarfélög geta ekki staðið undir því að veita grunnþjónustu og íbúar stærri sveitarfélaga þurfa margir hverjir að bera mun þyngri byrðar en aðrir íbúar þegar kemur að kostnaði vegna veittrar þjónustu. Það myndi spara marga milljarða króna á ári, sem nýst geta í betri þjónustu og uppbyggingu innviða, að fækka sveitarfélögum á Íslandi verulega. Nú er komin ríkisstjórn sem stefnir á það.

Við eigum að borga miklu minna fyrir að borga
Heimili og fyrirtæki landsins borga tugi milljarða króna fyrir greiðslumiðlun á hverju ári og sú miðlun er háð fáum erlendum aðilum. Þetta fyrirkomulag ógnar þjóðaröryggi og er miklu kostnaðarsamara fyrir almenning en það gæti verið. Þess vegna hafa verið samþykkt lög sem gefa Seðlabanka Íslands tækifæri til að bregðast við, auka öryggið og lækka þennan mikla kostnað. Þeir sem hagnast á greiðslumiðlun eins og hún er í dag mótmæltu þessu hástöfum en lögin voru samt sem áður afgreidd með öllum greiddum atkvæðum þingmanna í fyrrasumar.

Hið augljósa eyðileggingarafl samfélagsmiðla
Það trúir því varla nokkur manneskja með sæmilega dómgreind að samfélagsmiðlarisarnir séu reknir með samfélags- eða lýðræðisleg markmið að leiðarljósi. Tilgangur þeirra er að safna upplýsingum um okkur til að græða peninga. Ef þau þurfa að valda skaða til að ná því markmiði þá hafa stjórnendur þessara gríðarlega valdamiklu fyrirtækja sýnt að það truflar þá lítið. Sú sýn hefur mikið með mörg þeirra vandamála sem við stöndum frammi fyrir í dag að gera.

Bjarnatímabilinu lýkur
Fyrir áhugafólk um stjórnmál eru það alltaf mikil tíðindi þegar fyrirferðamiklir stjórnmálamenn tilkynna að þeir ætli að yfirgefa sviðið. Brotthvarf Bjarna Benediktssonar virðist þó ekki hreyfa við fólki í samræmi við að þar fari maður sem hafi leitt Sjálfstæðisflokkinn næst lengst allra. Meira að segja málgagninu fannst ekki tilefni til að minnast á það í leiðara né gera því mikil skil á forsíðu.

Það er kominn tími til að velja
Kosið verður um hvort Ísland eigi að halda áfram viðræðum við Evrópusambandið um aðild á allra næstu árum. Lengi hefur legið fyrir að þjóðin hefur viljað fá það ákvörðunarvald, en stjórnmálamenn hafa staðið í vegi fyrir því. Staða Íslands til að fara í slíkar viðræður nú er miklu betri en hún var fyrir tæpum 15 árum, þegar fyrst var sótt um. Framundan er mikið áróðursstríð þar sem búast má við miklum fagurgala úr einu horninu og miklum bölmóði úr hinu. Raunveruleikinn liggur svo einhversstaðar þar á milli.

Markaðsvirði skráðra félaga á Íslandi jókst um 549 milljarða á einu ári
Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur verið í töluverðri lægð allt frá því að stjórnvöld hófu að draga úr efnahagslegum hvataaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Heildarvísitala Kauphallarinnar lækkaði árin 2022 og 2023 og sá dvali náði langt inn á síðasta ár. Um haustið tók hins vegar allt við sér og árið í heild endaði í blússandi plús. Von er á mikilli innspýtingu af fjármagni inn á markaðinn ný þegar JBT hefur tekið yfir Marel og borgað hluthöfum þess út svimandi upphæðir. Það, ásamt lækkandi vaxtastigi, gæti gert árið 2025 stórt á íslenskum hlutabréfamarkaði.

Fólk á stórum bílum með negld dekk sem getur kosið í nóvember en ekki fundað í febrúar
Valdabarátta er hafin innan Sjálfstæðisflokksins. Margir flokksmenn virðast ganga út frá því að Bjarni Benediktsson sé á síðustu metrunum sem formaður flokksins eftir að hafa leitt hann í gegnum verstu kosningar hans í sögunni. Til að reyna að stýra atburðarásinni reynir flokksforystan nú að fresta landsfundi og kaupa sér með því tíma til að hanna „rétta“ niðurstöðu.

Eiga fjölmiðlar bara að vera framlenging á hagsmunabaráttu?
Nýjar tölur sýna að tekjur fjölmiðla á Íslandi séu að dragast saman og að stærri hluti þeirra rati út fyrir landsteinanna en nokkru sinni áður. Þeir sem starfa í geiranum eru nú brotabrot af þeim fjölda sem gerði það fyrir örfáum árum síðan og margt af því fólki sem horfið hefur frá bjó yfir gríðarlegri reynslu. Sá skóli sem lítur á fjölmiðlun sem framlengingu á hagsmunabaráttu er að vinna skólann sem telur fjölbreytta fjölmiðla eina mikilvægustu lýðræðisstoð sem við eigum.

Stjórnin sem hlustaði á þjóðina og þeir sem eru dauðhræddir við hana
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar sýnir að hún ætlar sér að að taka á þeim málum sem allar mælingar segja að skipta þjóðina mestu máli núna, og leiða í jörð mál sem hafa sundrað henni áratugum saman. Hann sýnir að stjórnin ætlar sér af auðmýkt að vinna fyrir allt fólkið í landinu, ekki bara sumt. Konurnar eru mættar og þær ætla að uppfæra Ísland.

Sjálfstæðisflokkur á þrisvar sinnum meiri pening en allir hinir til samans
Fjármál Sjálfstæðisflokksins eru ekki ósvipuð því sem Valur býr við í íþróttaheiminum. Fasteignaþróun í kringum höfuðstöðvar flokksins hefur tryggt honum fjárhagslega yfirburði í íslenskri pólitík. Síðan að það varð veruleikinn hefur Sjálfstæðisflokkurinn barist fyrir því að opinber framlög til annarra flokka verði skert umtalsvert. Framlög sem hafa skilað honum mestum ávinningi allra og flokkurinn samþykkti sjálfur að koma á þegar hann vantaði pening.
