- Kjarnyrt
- Archive
- Page 1
Archive
Skattahækkunarlygin
Síðasta ríkisstjórn réðst í fjöldann allan af ófjármögnuðum skattalækkunum og -ívilnunum sem gögnuðust fyrst og síðast þeim hópum samfélagsins sem hafa mest á milli handanna. Nú stendur til að bæta skattskil, loka glufum í skattkerfinu og fækka undanþágum. Samhliða stendur til að auka skilvirkni og leiðrétta gjaldtöku þar sem við á. Það er í samræmi við ábendingar alþjóðlegra stofnana og liður í aðgerðum sem ætlað er að leiða af sér stóraukna fjárfestingu í innviðum, hallalaus fjárlög og því að krónunum í veskjum þorra venjulegs vinnandi fólks fjölgi um hver mánaðamót. Þetta kallar stjórnarandstaðan skattahækkanir. Ríkisstjórnin kallar þetta hins vegar skynsemi og réttlæti.

Áróðursstríðið sem þjóðin verður að vinna
Stórútgerðin og fylgitungl hennar segja leiðréttingu veiðigjalda vera brot á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, að hún hagnist ekki óhoflega og borgi raunar þegar allt of mikið til samfélagsins. Það sé einfaldlega ekkert svigrúm til að borga meira. Ríkisstjórnin, sem fer með eignarhaldið á auðlindinni fyrir hönd þjóðarinnar, er á annarri skoðun og byggir það á staðreyndum úr raunheimum. Þjóðin sem kaus ríkisstjórnina til valda er henni sammála. Nú þarf að anda í kviðinn, standa af sér hræðsluáróðurinn og klára málið. Í eitt skipti fyrir öll.

Listin að nota litla manninn sem skjöld fyrir breiðu bökin
Síðasta ríkisstjórn lagði mesta áherslu á að ráðast í ófjármagnaðar skattalækkanir á breiðustu bökin í samfélaginu og mjög dýrar ófjármagnaðar aðgerðir til að bregðast við aðstæðum. Afleiðingin var linnulaus hallarekstur og ríkissjóður sem reka átti á yfirdrætti í níu ár. Ný ríkisstjórn hefur þegar snúið þessu við. Hún ætlar að auka tekjur ríkissjóðs með því að sækja slíkar á breiðu bökin, meðal annars með því að loka skattaglufum, en lækka daglegan kostnað venjulegs vinnandi fólks með efnahagslegum stöðugleika sem dregur hratt úr vaxtagjöldum heimilanna í landinu.

Munurinn á þeim sem sitja og þeim sem vinna
Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur nú setið að völdum í rétt rúmlega 100 daga. Á þeim tíma hefur hún komið yfir 70 af þeim 81 frumvarpi sem voru á þingmálaskrá inn í þingið, rofið kyrrstöðu víða í samfélaginu, fengið þjóðina með sér í tiltekt á þjóðarheimilinu og lagt fram hápólitísk mál sem munu skipta allan almenning máli. Unnið er af skilvirkni, þori, ákveðni og æðruleysi í átt að því að bæta samfélagið. Það er alvöru pólitík. Það er pólitíkin sem þjóðin kallaði eftir í kosningunum í fyrrahaust. Verkstjórn eftir setustjórn síðustu sjö ára á undan.

Tíu atriði sem sýna tæmandi að leiðrétting veiðigjalda er eðlileg og réttlát aðgerð
Til stendur að leiðrétta veiðigjöld þannig að þau skili eiganda fiskveiðiauðlindarinnar auknum tekjum sem hægt er að nýta til innviðauppbyggingar. Fyrirséð var að þessari breytingu yrði mætt með harmakveinum og ofsa líkt og öllum öðrum slíkum í gegnum tíðina. Hér að neðan eru tíu spurningar og tíu svör sem rekja allar hliðar þessa máls, hrekja allan hræðsluáróðurinn og sýna fram á að það er ekki bara gerlegt heldur æskilegt fyrir útgerðina að friðmælast við þjóðina og greiða þau veiðigjöld fyrir afnot af þjóðarauðlindinni sem henni ber að greiða. Fyrir börnin.

Leiðin að betri vegum með réttlátari álagningu þar sem greitt er fyrir slit
Á síðustu árum hefur það fjármagn sem ríkið rukkar fyrir notkun á vegum dregist verulega saman. Fyrir vikið er ástand margra vega agalegt og nýframkvæmdir á vegaúrbótum eins og göngum hafa staðið algjörlega í stað. Ástæðan liggur í fleiri nýorkubílum á vegum, eyðslugrannari bílum sem keyra á öðrum orkugjöfum og því að þeir sem slíta vegunum margfalt á við venjulega fólksbíla borga alls ekki í samræmi við það. Nú á að breyta því með skynsamlegum hætti. Og það er hið besta mál.

Vegferðin sem endaði illa og varð þjóðinni dýrkeypt
Það kostar íslenska ríkið 651 milljarð króna að leysa úr málum ÍL-sjóðs. Sú niðurstaða er betri en á horfðist og er afleiðing af aðgerðum ríkisstjórnar sem tók við fyrir innan við þremur mánuðum. Harmsaga sjóðsins teygir sig hins vegar aftur til ársins 2003 er saga ítrekaðra pólitískra mistaka. Þau fólu meðal annars í sér tilraun til að lokka erlendra fjárfesta til Íslands, eitt dýrasta kosningaloforð Íslandssögunnar og risalán úr gjaldþrota sjóði til að borga fyrir stuðning í faraldri sem var látinn endast allt of lengi.

Ríkið sent í löngu tímabæra megrun eftir óhóf síðustu ára
Ríkisstjórnin óskaði eftir liðsinni landsmanna við að finna leiðir til að koma rekstri ríkisins í betra form. Það eru flestir sammála um að ríkislíkaminn er orðinn með of hátt fituhlutfall og megi vel við því að svitna nokkrum milljörðum króna. Það skilar betri meðferð á peningum almennings og skilvirkari stjórnsýslu sem er betur í stakk búin til að veita landsmönnum þjónustu.

Fleiri íbúðir þurfa að verða heimili, færri fjárfestingarvara
Skammtímaleiga á íbúðum í gegnum síður eins og Airbnb hefur hækkað leiguverð og takmarkað framboð á íslenskum húsnæðismarkaði. Í nýrri greiningu kemur fram að rúmlega tvær af hverjum þremur íbúðum sem eru í útleigu í gegnum Airnbnb eru í eigu aðila sem leigja út fleiri en eina eina eign. Í ljósi þess bráðaástands sem ríkir á Íslandi, þar sem eftirspurn eftir húsnæði er miklu meiri en framboð, þarf að beita sér fyrir því að fleiri íbúðir séu nýttar sem heimili fólks.

Bréf frá bankastjóra á biðilsbuxum
Allar ákvarðanir sem teknar verða um sölu banka sem eru í eigu ríkisins verða teknar með almannahagsmuni, og þá einvörðungu, að leiðarljósi. Hagsmunir eða vilji annarra hluthafa banka munu ekki fá að ráða þar för. Mikilvægast er, í ljósi sögunnar, að það ríki traust á söluferlinu og að almenningur hafi forgang.

Það er til fólk sem vill að þið séuð hrædd við bókun við samning
Í liðinni viku var mælt fyrir frumvarpi sem hefur þann tilgang að efna það sem þingmenn töldu að þeir væru að innleiða í íslensk lög fyrir meira en þremur áratugum síðan. Um er að ræða bókun, númer 35, sem er hluti af mörgum slíkum við þann samning sem hefur fært Íslendingum meiri lífskjarasókn en nokkuð annað á síðustu áratugum. Lítill hópur stjórnmálamanna vill búa til pólitískt vopn úr þessari bókun. Þeir eru að spila annan umfangsmeiri og verri leik.

Nokkrar góðar ástæður fyrir því að það er vond hugmynd að selja Landsbankann
Til stendur að selja eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum, enda ríkið orðið minnihlutaeigandi í þeim banka. Forsætisráðherra hefur hins vegar verið skýr með það að ekki komi til greina að selja stærsta banka landsins, Landsbankann, líkt og Samtök atvinnulífsins hafa kallað eftir. Ástæðurnar fyrir því að slík sala væri ekki góð hugmynd eru mýmargar. Hér er farið yfir þær helstu.
