- Kjarnyrt
- Archive
- Page 4
Archive
Leiðin að betri vegum með réttlátari álagningu þar sem greitt er fyrir slit
Á síðustu árum hefur það fjármagn sem ríkið rukkar fyrir notkun á vegum dregist verulega saman. Fyrir vikið er ástand margra vega agalegt og nýframkvæmdir á vegaúrbótum eins og göngum hafa staðið algjörlega í stað. Ástæðan liggur í fleiri nýorkubílum á vegum, eyðslugrannari bílum sem keyra á öðrum orkugjöfum og því að þeir sem slíta vegunum margfalt á við venjulega fólksbíla borga alls ekki í samræmi við það. Nú á að breyta því með skynsamlegum hætti. Og það er hið besta mál.

Vegferðin sem endaði illa og varð þjóðinni dýrkeypt
Það kostar íslenska ríkið 651 milljarð króna að leysa úr málum ÍL-sjóðs. Sú niðurstaða er betri en á horfðist og er afleiðing af aðgerðum ríkisstjórnar sem tók við fyrir innan við þremur mánuðum. Harmsaga sjóðsins teygir sig hins vegar aftur til ársins 2003 er saga ítrekaðra pólitískra mistaka. Þau fólu meðal annars í sér tilraun til að lokka erlendra fjárfesta til Íslands, eitt dýrasta kosningaloforð Íslandssögunnar og risalán úr gjaldþrota sjóði til að borga fyrir stuðning í faraldri sem var látinn endast allt of lengi.

Ríkið sent í löngu tímabæra megrun eftir óhóf síðustu ára
Ríkisstjórnin óskaði eftir liðsinni landsmanna við að finna leiðir til að koma rekstri ríkisins í betra form. Það eru flestir sammála um að ríkislíkaminn er orðinn með of hátt fituhlutfall og megi vel við því að svitna nokkrum milljörðum króna. Það skilar betri meðferð á peningum almennings og skilvirkari stjórnsýslu sem er betur í stakk búin til að veita landsmönnum þjónustu.

Fleiri íbúðir þurfa að verða heimili, færri fjárfestingarvara
Skammtímaleiga á íbúðum í gegnum síður eins og Airbnb hefur hækkað leiguverð og takmarkað framboð á íslenskum húsnæðismarkaði. Í nýrri greiningu kemur fram að rúmlega tvær af hverjum þremur íbúðum sem eru í útleigu í gegnum Airnbnb eru í eigu aðila sem leigja út fleiri en eina eina eign. Í ljósi þess bráðaástands sem ríkir á Íslandi, þar sem eftirspurn eftir húsnæði er miklu meiri en framboð, þarf að beita sér fyrir því að fleiri íbúðir séu nýttar sem heimili fólks.

Bréf frá bankastjóra á biðilsbuxum
Allar ákvarðanir sem teknar verða um sölu banka sem eru í eigu ríkisins verða teknar með almannahagsmuni, og þá einvörðungu, að leiðarljósi. Hagsmunir eða vilji annarra hluthafa banka munu ekki fá að ráða þar för. Mikilvægast er, í ljósi sögunnar, að það ríki traust á söluferlinu og að almenningur hafi forgang.

Það er til fólk sem vill að þið séuð hrædd við bókun við samning
Verið er að ræða frumvarp sem hefur þann tilgang að efna það sem þingmenn töldu að þeir væru að innleiða í íslensk lög fyrir meira en þremur áratugum síðan. Um er að ræða bókun, númer 35, sem er hluti af mörgum slíkum við þann samning sem hefur fært Íslendingum meiri lífskjarasókn en nokkuð annað á síðustu áratugum. Lítill hópur stjórnmálamanna vill búa til pólitískt vopn úr þessari bókun. Þeir eru að spila annan umfangsmeiri og verri leik.

Nokkrar góðar ástæður fyrir því að það er vond hugmynd að selja Landsbankann
Til stendur að selja eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum, enda ríkið orðið minnihlutaeigandi í þeim banka. Forsætisráðherra hefur hins vegar verið skýr með það að ekki komi til greina að selja stærsta banka landsins, Landsbankann, líkt og Samtök atvinnulífsins hafa kallað eftir. Ástæðurnar fyrir því að slík sala væri ekki góð hugmynd eru mýmargar. Hér er farið yfir þær helstu.

Af meintum boðflennum og tilfinningalegum herbergjum
Í hönnuðum hólfum harða hægrisins lifir veruleiki glundroða sem fáir í raunheimum kannast við. Um er að ræða framsetningu sem fólk þarf að fara að venjast. Hún er viðbragð við því þegar þeir sem telja sig eiga völdin missa þau, og líta á hina sem fólkið kaus til valda sem boðflennur.

Loksins sjáum við hugarfar þjónandi stjórnsýslu
Það hefur legið fyrir árum saman að sveitarstjórnarstigið á Íslandi, með sínum 62 sveitarfélögum, er óhagvæmt á margan hátt. Mörg sveitarfélög geta ekki staðið undir því að veita grunnþjónustu og íbúar stærri sveitarfélaga þurfa margir hverjir að bera mun þyngri byrðar en aðrir íbúar þegar kemur að kostnaði vegna veittrar þjónustu. Það myndi spara marga milljarða króna á ári, sem nýst geta í betri þjónustu og uppbyggingu innviða, að fækka sveitarfélögum á Íslandi verulega. Nú er komin ríkisstjórn sem stefnir á það.

Við eigum að borga miklu minna fyrir að borga
Heimili og fyrirtæki landsins borga tugi milljarða króna fyrir greiðslumiðlun á hverju ári og sú miðlun er háð fáum erlendum aðilum. Þetta fyrirkomulag ógnar þjóðaröryggi og er miklu kostnaðarsamara fyrir almenning en það gæti verið. Þess vegna hafa verið samþykkt lög sem gefa Seðlabanka Íslands tækifæri til að bregðast við, auka öryggið og lækka þennan mikla kostnað. Þeir sem hagnast á greiðslumiðlun eins og hún er í dag mótmæltu þessu hástöfum en lögin voru samt sem áður afgreidd með öllum greiddum atkvæðum þingmanna í fyrrasumar.

Hið augljósa eyðileggingarafl samfélagsmiðla
Það trúir því varla nokkur manneskja með sæmilega dómgreind að samfélagsmiðlarisarnir séu reknir með samfélags- eða lýðræðisleg markmið að leiðarljósi. Tilgangur þeirra er að safna upplýsingum um okkur til að græða peninga. Ef þau þurfa að valda skaða til að ná því markmiði þá hafa stjórnendur þessara gríðarlega valdamiklu fyrirtækja sýnt að það truflar þá lítið. Sú sýn hefur mikið með mörg þeirra vandamála sem við stöndum frammi fyrir í dag að gera.

Bjarnatímabilinu lýkur
Fyrir áhugafólk um stjórnmál eru það alltaf mikil tíðindi þegar fyrirferðamiklir stjórnmálamenn tilkynna að þeir ætli að yfirgefa sviðið. Brotthvarf Bjarna Benediktssonar virðist þó ekki hreyfa við fólki í samræmi við að þar fari maður sem hafi leitt Sjálfstæðisflokkinn næst lengst allra. Meira að segja málgagninu fannst ekki tilefni til að minnast á það í leiðara né gera því mikil skil á forsíðu.

