Guggan er sjaldnast áfram gul og það hefur ekkert með veiðigjöld að gera

Guggan er sjaldnast áfram gul og það hefur ekkert með veiðigjöld að gera

Áratugum saman hafa þær breytur í rekstri útgerða sem hafa mest áhrif á gangverk hans verið skýrar. Þær eru raungengi krónu, aðstæður á mörkuðum, fjármagnskostnaður á hverjum tíma, úthlutanir aflaheimilda, mögulegur aflabrestur og auðvitað sú staðreynd að stanslaust hefur verið hagrætt í geiranum samhliða því að stærri útgerðir taka yfir minni með tilheyrandi lokunum og tilfærslum. Sú hagræðing virkar vanalega þannig að útgerðir eru keyptar, vinnslum þeirra lokað og kvótinn er færður yfir á önnur skip. Þetta skilar útgerðum stórauknum hagnaði og efnahagslífinu meiri framlegð. Kerfið þjappast saman. Það hefur ekkert breyst þótt stórútgerðir sæti nú færis og kenni réttlatri leiðréttingu veiðigjalda um allt milli himins og jarðar.

Happdrætti kynslóðanna er brot á samfélagssáttmála

Happdrætti kynslóðanna er brot á samfélagssáttmála

Fyrir nokkrum árum sagði seðlabankastjóri að lífskjör fólks á Íslandi réðust að miklu leyti af stöðu þess á fasteignamarkaði, á því hvenær fólk kæmist inn á þann markað og á hvaða aldri. Þeir sem voru heppnir í þessu sveiflukennda happdrætti kynslóðanna hafa séð eignir sínar hækka í verði langt umfram verðlag og laun. Þeir sem voru það óheppnir að verða fullorðnir á röngu ári standa margir hverjir frammi fyrir óyfirstíganlegum hindrunum gagnvart því að koma öruggu þaki yfir höfuðið. Það er eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna að slétta þessar sveiflur.

Að halda partí, rusla allt út, verða fjarlægður en öskra svo á þá sem taka til

Ef efnahagsstjórn síðustu ríkisstjórnar er sett í líkingu við heimilisbókhald þá gekk hún út á það að útgjöld væru alltaf meiri en innkoma. Heimilisfólkið vildi samt hvorki grípa til aðgerða til að auka innkomuna né draga úr útgjöldunum. Það hentaði ekki. Þess í stað jók hún bara yfirdráttinn. Svo lauk þessu partíi og ábyrgara fólk tók við. Nú stendur yfir tiltekt og viðhald svo þjóðaríbúðin komist í stand á ný. Fyrrverandi heimilisfólk í stjórnarráðinu hangir á meðan á glugganum og reynir að kenna þeim sem eru að þrífa upp eftir það um óreiðuna.

Nýtt efnahagslegt stýrikerfi í stað uppfærslu á úr sér gengnum hugbúnaði

Verið er að taka stór og örugg skref í að uppfæra stýrikerfið í íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Tími óvandaðra og heimatilbúinna uppfærslna á kerfum sem þjóna ekki lengur tilgangi sínum nema fyrir fáa sérhagsmunahópa er liðinn. Framtíðin er ábyrg efnahagsstjórn í stað þess að reka ríkið stanslaust á dýrum yfirdrætti, kvik og þjónandi stjórnsýsla byggð á heildarhagsmunum og fjölbreytt atvinnulíf þar sem áhersla er lögð á framleiðni og skýrt tillit tekið til áhrifa vaxtar á önnur svið samfélagsins. Ísland 2.0 er handan við hornið.

Við hvað eruð þið eiginlega hrædd?

Tveir af hverjum þremur landsmönnum eru ánægðir með þær stóru ákvarðanir sem teknar hafa verið nýverið á sviði stjórnmálanna. Almenningur skynjar, eftir margra ára kyrrstöðustjórnmál, að það sé hægt að breyta hlutunum með rétta fólkinu og réttu flokkunum. Það er verið að draga úr sundrungu og byggja upp traust eftir áralangan klofning þar sem almenningur trúði því ekki að ráðamenn hefðu gengið sinna erinda. Fyrir vikið er komin fram tiltrú á stjórnmál og óþol fyrir pólitískri aðferðafræði sem byggir á því að hræða fólk, giska í eyðurnar og slást við ímyndaða strámenn. Aðferðarfræði sem minnihlutinn ætlar samt að halda áfram að beita í umræðum um samstarf Íslands við Evrópu.

Archive