Er þjóðin bara að ruglast?

Er þjóðin bara að ruglast?

Örvinglun hefur gripið minnihlutann á Alþingi. Hann er sannfærður um að Íslendingar hafi einfaldlega ruglast þegar þeir kusu ranga flokka til valda í haust. Séu eitthvað ringlaðir þegar þeir segja í öllum könnunum að þeir kunni að meta verk og stefnu þessara sömu flokka. Skilji greinilega ekki hversu mikilvægt það var að stjórnmálaöfl sem var hafnað í kosningum reyni að taka lýðræðið úr sambandi ef þau fá ekki að ráða. Á meðan minnihlutinn ráfar um í myrkrinu í leit að einhvers konar pólitískum persónuleika þá er eina vöruframboðið sem hann getur boðið upp á hræðsluáróður og samsæriskenningar af ýmsum toga. Og fólkið í landinu sér í gegnum það.

Þjóð sem styður leiðrétt veiðigjöld, er andvíg málþófi og kann að meta ríkisstjórnina

Þjóð sem styður leiðrétt veiðigjöld, er andvíg málþófi og kann að meta ríkisstjórnina

Siðustu daga hefur birst staðfesting á því að íslensk þjóð kann ekki að meta málþóf, tafarleiki og heilaga skyldu minni flokka í stjórnarandstöðu til að koma í veg fyrir framgang þjóðþrifamála. Það hefur komið í ljós að stuðningur við sitjandi ríkisstjórn er sá mesti sem mælst hefur svona mörgum mánuðum eftir kosningar frá bankahruni. Það liggur fyrir að næstum tveir af hverjum þremur landsmönnum styðja leiðréttingu veiðigjalds en undir fjórðungur er andvígur málinu. Og það er skýrt að víglína stuðnings við það frumvarp liggur ekki milli landsbyggðar og höfuðborgar.

Hvers virði er húsnæðisöryggi?

Einstaklingshyggja felur í sér að það sé ekkert samfélag, bara einstaklingar eða hópar sem takast á um gæðin og verðmætin. Hún byggir á þeirri hugmynd að ákveðið fólk sem fæðist inn í þessa hópa eða er fengið inn í þá sé með einhverjum hætti verðmætara en annað. Það eigi meira skilið. Þessi hugmyndafræði birtist skýrt í helstu áherslum Viðskiptaráðs, hugveitu hægri stjórnmála á Íslandi, sem er kyrfilegur hluti af valdakerfi þeirra. Nýjasta útspil þess snýst um að það líti á íbúðir sem fjárfestingavöru til að græða á, ekki húsnæði til að búa í.

Hvað er réttlátt og sanngjarnt að leigjandi borgi fyrir að græða hundruð milljarða?

Frumvarp um leiðrétt veiðigjöld verður brátt afgreitt út úr nefnd. Fram undan er lokaslagurinn í stríðinu um réttláta skiptingu á arðsemi af nýtingu auðlindar milli eiganda hennar og þeirra sem leigja aðgang að henni. Hingað til hefur sú skipting verið þannig að eigandinn, íslenska þjóðin, hefur borið skarðan hlut frá borði. Nú stendur til að stíga réttlátt og mikilvægt skref til að breyta því. Útreikningar sem gerðir voru fyrir stórútgerðina sýna svart á hvítu að það skref mun ekki með nokkrum hætti setja hana á hausinn. Þvert á móti.

Kyrrstaðan hefur verið kyrfilega rofin

Efnahagslegur stöðugleiki er á Íslandi. Örugg skref hafa verið stigin í rétta átt til að ná honum. Leyst hefur verið úr erfiðum málum og mikilvægar kerfisbreytingar boðaðar. Hallalaus fjárlög og fjárfestingaátak til að vinna á mörg hundruð milljarða króna innviðaskuld eru framundan. Ráðist verður í hagræðingu án þess að þjónusta verði skert og viðbótartekjur sóttar á breiðustu bök samfélagsins til að fjármagna þennan árangur. Samhliða hefur verðbólga hjaðnað og vextir lækkað jafnt og þétt. Almenningur mun finna fyrir þessu í veskinu, í bættri þjónustu og meira öryggi.

Archive