Hvernig klofnar þjóð með því að fá að ráða eigin örlögum?

Hvernig klofnar þjóð með því að fá að ráða eigin örlögum?

Heimurinn er að breytast hratt. Net alþjóðastofnana og leikreglna sem byggðu á samningum milli líkt þenkjandi þjóða eftir seinni heimsstyrjöld tryggði mesta velmegunartímabil mannkynssögunnar fullt af friði og framförum. Nú ríkir óvissa um þetta vegna þess að Bandaríkin, voldugasta ríki heims, hafa ákveðið það einhliða. Það kallar á breytt hagsmunamat smáríkja eins og Íslands sem hefur á baki þess farið frá því að vera fátækasta land Norður-Evrópu í að vera eitt það ríkasta. Ein þeirra ákvarðana sem þjóðin þarf að taka er hvort hún vilji sitja við borðið í Evrópusambandinu þegar ákvarðanir eru teknar þar. Loksins eru komin stjórnvöld sem treysta þjóðinni til að svara þeirri spurningu sjálf, í stað þess að láta hræðslu flokka sem var hafnað í síðustu kosningum við eigin samborgara stýra því hvernig Evrópusamstarfi Íslands sé háttað.

Leiðir til að hafna því að auður endurspegli siðferðilega yfirburði

Leiðir til að hafna því að auður endurspegli siðferðilega yfirburði

Á Íslandi er reglulega rifist um erfðafjárskatt og hvort hann sé réttlætanlegur. Þeir sem stundi „toppinn niður“ pólitík telja hann gríðarlegt óréttlæti á meðan að þeir sem trúa á að það sé til eitthvað sem heitir samfélag telja hann ekki einungis réttlátan heldur beinlínis nauðsynlegan. Það er nefnilega þannig að þeir sem erfa háar fjárhæðir eru ekki verðmeira fólk en sá sem erfir ekkert. Og ef tilfærsla á eignum milli kynslóða er ekki skattlögð þá mun auður einnar slíkrar stjórna þeirri næstu.

Flokkarnir sem töpuðu borguðu þrisvar sinnum meira fyrir hvert atkvæði en sigurvegararnir

Það er mjög mismunandi hvað stjórnmálaflokkar þurfa að eyða af peningum til að ná hylli íslenskra kjósenda og í síðustu þingkosningum var engin fylgni milli þess sem eytt var og árangurs. Tveir aldnir valdaflokkar eyddu til að mynda samtals um 330 milljónum króna í að fá verstu kosninganiðurstöðu sína í sögunni upp úr kjörkössunum. Fjarhægriflokkur eyddi 140 milljónum króna og situr uppi með verulega neikvætt eigið fé fyrir vikið einungis til að enda enn eitt kjörtímabilið í stjórnarandstöðu. Á meðan voru það flokkarnir sem fá minnst af peningum úr atvinnulífinu og greiddu langminnst fyrir hvert greitt atkvæði sem stóðu uppi sem sigurvegarar og mynduðu ríkisstjórn.

Það að endurtaka lygar oft gerir þær ekki að sannleika

Þrátt fyrir að engir skattar séu að hækka um áramót þá heldur stjórnarandstaðan því staðfastlega fram að hér sé allt morandi í skattahækkunum. Þrátt fyrir að gjaldabreytingar séu að uppistöðu mjög hóflegar í öllum samanburði við síðustu ár öskrar sami hópur um að þær séu fordæmalausar. Þrátt fyrir að aukin útgjöld ríkissjóðs séu fyrst og fremst vegna kjarasamningsbundinna launahækkana og verðlagsbreytinga, skuldir hans hafi lækkað gríðarlega og hallalaus rekstur í augsýn er látið eins og það sé verið að keyra landið fram af bjargbrún. Þrátt fyrir að verið sé að afnema skattastyrki sem nýtast fáum og ríkum er logið til um áhrif á alla. Svona vinnur örvæntingarfullt fólk fullt af valdmissisgremju þegar fólkið í landinu velur aðra til að stjórna. Aðra sem eru að gera nákvæmlega það sem þeir sögðust ætla að gera fyrir kosningar, að baka enn stærri köku þar sem hráefnið er sanngirni, jöfnuður og velferð fyrir alla.

Þegar varaformaður hætti óvart að flauta og fór að syngja hástöfum

Miðflokkurinn hefur nú opinberað, að einhverju leyti óvart, að hann er á móti EES-samningnum og vill takmarka fjölda þeirra sem búa á Íslandi. Hann stendur nú frammi fyrir því að svara spurningum um hvernig samfélagið á að líta út ef mikilvægasti viðskiptasamningur Ísland – íslenskt hagkerfi hefur fimmfaldast að umfangi frá því að hann tók gildi – verður ekki lengur virkur. Enn fremur þarf hann að segja nákvæmlega hversu marga íbúa landið má hafa samkvæmt hugmyndum Miðflokksins, hvernig samsetning þess íbúafjölda má vera og hvernig flokkurinn aðgreinir „alvöru Íslendinga“ frá hinum.

Archive