Stjórnarandstaða sem virðist ekki vilja láta taka sig alvarlega

Stjórnarandstaða sem virðist ekki vilja láta taka sig alvarlega

Álit flokkanna sem mynda minnihlutann á Alþingi á fjárlögum liggur nú fyrir. Hún er sambland af orðasalati sem gæti fyllt hálfa hefðbundna skáldsögu, öfugum dyggðarskreytingum og hreint ótrúlegum hugmyndum um að breyta Íslandi í tilraunaeldhús fyrir frjálshyggjubrjálæði. Ef þetta yrði innleitt myndi það grafa undan samfélagsgerðinni eins og við þekkjum hana og fara langleiðina með því að ganga frá velferðarkerfinu sem hún byggir á. Allt svo hægt yrði að lækka skatta á efnaðasta fólkið, draga úr eftirliti, einkavæða nær öll ríkisfyrirtæki og veikja mikilvægar lýðræðisstoðir. Sem betur fer er ríkisstjórn í landinu sem er með allt aðrar áherslur. Ríkisstjórn sem sýnir ábyrgð, vinnur fyrir alla og vill auka velferð með vexti.

Skrattinn málaður á vegginn án innistæðu í rammpólitískum tilgangi

Skrattinn málaður á vegginn án innistæðu í rammpólitískum tilgangi

Kvótinn sem íslensk sjávarútvegsfyrirtæki halda á, en er í eigu þjóðarinnar, er metinn á yfir 500 milljarða króna í bókum þeirra. Sú tala er þó sýnilega vanmetin og raunvirði kvótans, yrði hann seldur á markaðsvirði, vel rúmlega tvisvar sinnum sú tala. Það gríðarlega eigið fé sem bunkast hefur upp í geiranum á undanförnum árum setur hann í sérdeild í íslensku atvinnulífi. Þrátt fyrir endalausar tilraunir stjórnmálamanna, fjölmiðla og lobbýista stórútgerða til að mála upp svarta mynd af stöðu sjávarútvegs í rammpólitískum tilgangi er staðan frábær og mjög bjart fram undan. Verð halda áfram að hækka, loðnukvóti er á leiðinni, mikil fjárfesting síðustu ár mun skila stóraukinni hagkvæmni og tollastríð virðast ekki hafa nein teljandi áhrif á aðgengi.

Það sem gerist þegar skrúfað er frá peningakrönum

Afar mikilvægt er að fjölga stoðunum undir íslensku atvinnulífi. Skapa störfin sem þjóðin er að mennta sig til að sinna, tryggja að þau séu framleiðni aukandi, vel borguð og staðsett um allt land. Til þess að stuðla að þessu hafa stjórnvöld í gegnum tíðina stutt við fjölmargar atvinnugreinar með beinum greiðslum úr ríkissjóði. Sumar eru kallaðar styrkir, aðrar endurgreiðslur. Um er að ræða tugi milljarða króna á ári og því mikilvægt að þeim sé úthlutað af ábyrgð og fagmennsku. Síðasta ríkisstjórn gerði það ekki, heldur skrúfaði frá peningakrönum, sinnti litlu eftirliti og mældi ekki árangur. Styrkirnir lentu ekki allir þar sem þeir áttu að lenda. Nú hefur orðið breyting á því.

Flokkur pólitískra púðurskota lítur til fortíðar eftir nýrri framtíð

Helsti valdaflokkur Íslandssögunnar er í vanda. Fylgið er eitt það minnsta sem hann hefur nokkru sinni mælst með og annar flokkur, hægra megin við, er að sjúga til sín þjóðernislegt íhaldsfylgi mánuði til mánaðar. Einungis rétt tæplega þriðjungur flokksmanna segir nýjan flokksformann hafa staðið sig vel og sama hlutfall þeirra telur hana raunar hafa staðið sig illa. Til að bregðast við þessari krísu blés Sjálfstæðisflokkurinn til ásýndarfundar. Þar kom fram að fortíðin er nýja ásýndin hjá flokki sem vill helst bara standa kyrr.

Pólitískt yfirprjón vegna þess að planið er að virka

Íslenskt hagkerfi stendur styrkum fótum. Ábyrg efnahagsstjórn er að koma Íslandi aftur á rétta braut eftir piss í skóinn - vegferð síðustu ríkisstjórna. Verið er að endurheimta jafnvægið. Fram undan er stærsta framkvæmdartímabil sögunnar og verðmætasköpun sem byggir á aukinni framleiðni sem hefur það markmið að skapa ný og vel borgandi störf út um allt land. Við þær aðstæður leitar minnihlutinn á þingi í uppnefningasmiðju hlaðvarpa eftir pólitískri leiðsögn. Og staðfestir um leið eigin vangetu.

Archive