Munurinn á þeim sem sitja og þeim sem vinna

Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur nú setið að völdum í rétt rúmlega 100 daga. Á þeim tíma hefur hún komið yfir 70 af þeim 81 frumvarpi sem voru á þingmálaskrá inn í þingið, rofið kyrrstöðu víða í samfélaginu, fengið þjóðina með sér í tiltekt á þjóðarheimilinu og lagt fram hápólitísk mál sem munu skipta allan almenning máli. Unnið er af skilvirkni, þori, ákveðni og æðruleysi í átt að því að bæta samfélagið. Það er alvöru pólitík. Það er pólitíkin sem þjóðin kallaði eftir í kosningunum í fyrrahaust. Verkstjórn eftir setustjórn síðustu sjö ára á undan.

Tíu atriði sem sýna tæmandi að leiðrétting veiðigjalda er eðlileg og réttlát aðgerð

Til stendur að leiðrétta veiðigjöld þannig að þau skili eiganda fiskveiðiauðlindarinnar auknum tekjum sem hægt er að nýta til innviðauppbyggingar. Fyrirséð var að þessari breytingu yrði mætt með harmakveinum og ofsa líkt og öllum öðrum slíkum í gegnum tíðina. Hér að neðan eru tíu spurningar og tíu svör sem rekja allar hliðar þessa máls, hrekja allan hræðsluáróðurinn og sýna fram á að það er ekki bara gerlegt heldur æskilegt fyrir útgerðina að friðmælast við þjóðina og greiða þau veiðigjöld fyrir afnot af þjóðarauðlindinni sem henni ber að greiða. Fyrir börnin.

Leiðin að betri vegum með réttlátari álagningu þar sem greitt er fyrir slit

Á síðustu árum hefur það fjármagn sem ríkið rukkar fyrir notkun á vegum dregist verulega saman. Fyrir vikið er ástand margra vega agalegt og nýframkvæmdir á vegaúrbótum eins og göngum hafa staðið algjörlega í stað. Ástæðan liggur í fleiri nýorkubílum á vegum, eyðslugrannari bílum sem keyra á öðrum orkugjöfum og því að þeir sem slíta vegunum margfalt á við venjulega fólksbíla borga alls ekki í samræmi við það. Nú á að breyta því með skynsamlegum hætti. Og það er hið besta mál.

Archive