Hvað hefðum við getað gert við peningana sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn færðu þeim efnuðustu?

Hvað hefðum við getað gert við peningana sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn færðu þeim efnuðustu?

Þær ríkisstjórnir sem sátu að völdum áratuginn áður en sú sem nú situr einblíndu mjög á ófjármagnaðar skattalækkanir fyrir tekjuhæstu landsmenn, eftirgjöf réttlátra gjalda á stóra atvinnuvegi, viðhald skattaglufna sem gagnast fjármagnseigendum, uppbyggingu stuðningskerfa fyrir þá sem þurftu ekki endilega á þeim að halda og beinar peningagjafir úr ríkissjóði til hópa sem hafa það betur en flestir aðrir. Á sama tíma jókst skattbyrði á venjulegt launafólk, mikilvæg tekjuöflunarkerfi voru látin drabbast niður, velferðarkerfi létu verulega á sjá og gríðarleg innviðaskuld safnaðist upp. Nú öskrar sama fólk og bar ábyrgð á þessum ríkisstjórnum á torgum um að afleiðingarnar af þessu vitaverða getuleysi sé allt þeim sem hafa setið að völdum í tíu mánuði, og eru að taka til eftir partíið þeirra, að kenna.

Úr frjálslyndi í fjarhægri

Úr frjálslyndi í fjarhægri

Fyrir áratug var unga hægrið á Íslandi afar frjálslynt. Það lagði áherslu á frelsi til athafna, aukin mannréttindi og stuðning við jaðarhópa, bætta stöðu neytenda og öflugt alþjóðasamstarf í áherslum sínum. Með þessum áherslum ætlaði unga fólkið í hægristjórnmálum að kippa flokknum sínum, Sjálfstæðisflokki, inn í nútímann. Þau töldu mikilvægt að festast ekki í fortíðinni, heldur þróast í takt við nýja tíma og takast á við áskoranir framtíðar í stað þess að óttast þær, í stað þess að standa vörð um úreltar hugmyndir sem þóttu einu sinni góðar. Nú er unga hægrið búið að skipta sér niður á fleiri en einn flokk og er komið á bólakaf í allt það sem það ætlaði sér að forðast.

Hvað var verið að fela?

Á Íslandi eiga nokkrar fjölskyldur mörg hundruð milljarða króna auð sem þær hafa eignast með nýtingu á þjóðareign. Þann auð hafa þær nýtt til að kaupa sig inn í óskyldan rekstur í viðskiptalífinu. Fyrir liggja upplýsingar um sterka stöðu þeirra í smásölu, fjölmiðlum, fasteignaviðskiptum, heildsölu, fjármálakerfinu og jafnvel í sósugerð. Heildarmyndin um ítök stærstu eigenda sjávarútvegsfyrirtækjanna í íslensku samfélagi liggur þó ekki fyrir og fyrri tilraunir til að varpa ljósi á hana hafa mætt mótstöðu fyrri stjórnvalda. Nú á loksins að birta þessa mynd enda engin þörf á leynd ef enginn hefur neitt að fela.

Þeir sem nota kúbein til að sundra og hinir sem vilja frekar líma hluti saman

Hræðsla er megininntakið í þeirri pólitík sem gömlu valdaflokkarnir á Íslandi og afsprengi þeirra stunda. Þeir vilja að hópar innan samfélagsins séu hræddir við hvern annan og allir eiga að vera hræddir við allt sem kemur að utan. Þeir eru líka hræddir við að leyfa þjóðinni að taka eðlilegt samtal og framkvæma hagsmunamat á stórum spurningum sem snerta lífsgæði hennar beint, og skíthræddir við að leyfa henni að kjósa um slíkt. Hræddastir eru þó draugar fortíðar við fólk sem vill brjóta upp kerfi sem hafa það sem meginmarkmið að útdeila tækifærum, upplýsingum og peningum annarra til útvalinna.

Samfélag sem á tíu þúsund milljarða þarf að virka fyrir alla, ekki bara suma

Á síðasta ári urðu til næstum 600 nýir milljarðar króna í auð á Íslandi. Ríkustu tíu prósent landsmanna tóku til sín stærra hlutfall þessa nýja auðs en þau hafa gert frá árinu 2007, þegar uppblásin bankabóla ýkti allt. Aðgerðir stjórnvalda á undanförnum árum sem hafa falið í sér aukna skattstyrki til best settu hópa samfélagsins, húsnæðisstuðning sem aðallega hefur verið beint til þeirra tekjuhæstu og ívilnað fjármagnseigendum með ýmsum hætti hefur aukið á þessa lífskjaragliðnun. Nú er það tímabil búið. Hér eftir verður lögð áhersla á að bæta líf allra, ekki bara sumra.

Archive